Tannviðgerðir í Budapest | Hágæða Tannlækningar

Um okkur

Um okkur

Markmið okkar er að veita tannlækningar á hæsta gæðastigi á viðráðanlegu verði. Auk notkunar á nýjustu tækni og efnum leggjum við áherslu á að tryggja að gæðatannlækningar séu aðgengilegar fyrir alla og að allir yfirgefi stofuna okkar ánægðir!

Þrautþjálfaðir sérfræðingar okkar undirbúa meðferðaráætlun þína með því að nota nútímalegustu þrívíddar greiningaraðferðir, þannig að þú fáir þá lausn sem hentar þér best.

Sérfræðingar okkar hafa að margra ára reynslu við að aðstoða íslendinga. Þeir framkvæma algjöra munnendurhæfingu daglega, þannig að það eru engar aðstæður sem þeir geta ekki leyst fyrir þig.

Við ábyrgjumst skriflega allar meðferðir sem framkvæmdar eru á tannlæknastofunni okkar. Við veitum 3 ára ábyrgð á tannfyllingum, innleggjum og krónum og lífstíðarábyrgð á tannígræðslum.

Teymið okkar

Sérfræðingar okkar hafa víðtæka reynslu af ígræðslufræði, beinendurnýjunaraðgerðum, tannskiptum, tannkrónum og brúm.
Við getum veitt réttu lausnina fyrir öll tannvandamál – sérsniðin að þínum þörfum. Við erum stolt af því að nota nýjustu efni og tækni í samræmi við alþjóðlega staðla. Þannig veitum við úrvalsþjónustu.

Tannlæknarnir

Tannhreinsunarfræðingarnir

Tannsmiðirnir

Ekkert nema ánægðir viðskiptavinir

Það fer engin óánægður heim frá Orion. Sjáðu hvað viðskiptavinir okkar hafa sagt.