Tannviðgerðir í Budapest | Hágæða Tannlækningar

Tannviðgerðir í Budapest

Bókaðu tíma í Reykjavík

Allar meðferðir hefjast hér. Eftir ráðgjöf færðu áætlun fyrir meðferð í Reykjavík eða í Budapest.

Ráðgjöf

Meðferð hefst með ítarlegri greiningu og ráðgjöf

ATH: Sjúkratryggingar íslands taka þátt í allt að 70% af kostnaði vegna almenna tannlækninga fyrir ellilífeyrisþega og örorkulífeyrisþega

Tannlæknastofa í Reyjavík,
þar sem ferlið hefst

Við höfum hjálpað Íslendingum að ná betri tannheilsu í yfir 7 ár. Með reynslu okkar og nákvæmri greiningu tryggjum við öruggar meðferðir sem skila varanlegum árangri.

Svona gengur ferlið fyrir sig

1. Ráðgjöf í Reykjavík

Ferlið byrjar í Reykjavík með skoðun og myndatöku. Þar færðu nákvæma áætlun með kostnaði og meðferðarmöguleikum

2. Meðferðin

Minni aðgerðir eins og fyllingar og 1-2 krónur eru gerðar hér á Íslandi. Stærri meðferðir, eins og All-on-4, fara fram í Budapest.
Við aðstoðum þig í gegnum allt ferlið.

3. Eftirlit og viðhald

Hvort sem meðferð var farmin í Reykjavík eða Budapest, tryggjum við reglulegt eftirlit og hreinsanir heima á Íslandi sem viðheldur ábyrgð og tryggir góða tannheilsu.

Við tökum á móti þér og
fylgjum þér í gegnum allt ferlið

Hvort sem þú kemur í ráðgjöf í Ármúla eða ferð með okkur í stærri meðferð til Budapest, tryggjum við að þú sért aldrei einn í ferlinu. Við tökum persónulega á móti þér, útskýrum hvert skref og fylgjum þér út til Budapest.

Orion Dental í Budapest hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem All-on-4 Center of Excellence, það er staðfesting á hæsta gæðastigi í meðferðum okkar.

Það sem fólk er að segja

Hundruðir Íslendinga hafa farið í gegnum ferlið með okkur – hér er það sem þeir segja.
  • Ég er mjög ánægð með þá þjónustu sem ég fékk. Nú er ég með hvítar fyllingar í stað þeirra gömlu silfurlituðu. Tannlæknirinn er svo léttur í skapi og notalegur að... Lesa nánar

    Sigrún Júlía Geirsdóttir Avatar Sigrún J.

    Ég er búinn að fara í allsherjar klössun á mínum tönnum. Alveg hreint frábær þjónusta bæði hjá tannlæknastofunni og fararstjórunum Valla og Aroni. Nú er ég farinn að brosa á... Lesa nánar

    Hjörvar Moritz Sigurjónsson Avatar Hjörvar M.

    100%Fagmenska yndælt fólk Farastjórar frábærir mæli svo með þeim öllum mun mæla með þeim allan daginn 👌👌😀😀 8Stjörnur

    Jóna Holm Avatar Jóna H.
  • Eftir að hafa skoðað ýmsa möguleika og frestað þessu í lengri tíma þá ákvað ég að stökkva á þetta hjá þeim. Fagmenn fram í fingurgóma sem ráðlögðu mér það besta... Lesa nánar

    Erling Proppé Sturluson Avatar Erling P.

    Takk fyrir mig, þjónusta og gæðin fyrsta flokks. Hlakka til að koma í september.

    Hörður Már Karlsson Avatar Hörður M.

    Èg vill þakka kærlega fyrir mig, þjònustan hjá þeim upp á 10, gæðin á Akos tannlækni þvìlìk. lìka gaman að stofan er staðsett alveg ì bænum

    Sigurdur Petursson Avatar Sigurdur P.
  • Frábær stofa þar sem fagmennska og notalegt viðmót ríkir ásamt góðu utanumhaldi fararstjóra ⭐⭐⭐⭐🌟

    Björg Bjarnadóttir Avatar Björg B.

    Mæli 100% með Orion Dental, - fagmennska og þægilegt viðmót ⭐⭐⭐⭐⭐

    Eiríkur Jónsson Avatar Eiríkur J.

    Mæli 100% með þessum ferðum út!! - frábærir tannlæknar og frábær verð og þjónusta⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️

    Sigurrós Björg Rix Avatar Sigurrós B.
  • mæli eindregið með þeim allt uppá 10

    Steini Hr Avatar Steini H.

    gæti ekki mælt meira með, frábærir tannlæknar og skemmtilegir fararstjórar. 10/10🔛🔝

    Magdalena Ýr Hólmfríðardóttir Avatar Magdalena Ý.

    Alger snilld ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️ Allt stóðst og fagmennskan upp á 10 Mæli 100% með

    Maríanna Pálsdóttir Avatar Maríanna P.
  • Great place and service! 🦷😃

    Marge Neissar Avatar Marge N.

    good people and good service

    Erla Bjarnadottir Avatar Erla B.

    wery good service, good professionals and very nice hotel in the same building... best one

    Þórdís Guðmundsdóttir Dísa Avatar Þórdís G.
  • Amazed! 👌🏻 Frabær þjónusta, fagleg vinna og persónuleg þjónusta. #Tannheilsa

    Jacqueline Becker Avatar Jacqueline B.

    Mæli 100% með Fedaz, allt upp á 10, frábær stofa, mikil fagmennska, yndislegt starfsfólk og fullkominn vinnubrögð😁

    Gísli Valur Waage Avatar Gísli V.

    Fór í afar stóra tannviðgerð hjá þeim.Gæti ekki verið sáttari.Fagmennska,rólegt og þægilegt umhverfi.Frábært starfsfólk í alla staði.Mæli 100% með Fedasz dental ef þú vilt fá frábærar tannlækningar á sanngjörnu verð. Allan... Lesa nánar

    Sæmundur Karl Aðalbjornsson Avatar Sæmundur K.

Tannlæknastofa í Budapest,
fyrir stærri meðferðir

Hundruðir Íslendinga hafa farið með okkur til Budapest. Þar er fullkomin aðstaða fyrir meðferðir eins og All-On-4.

Fyrir og eftir

Hér má sjá fyrir og eftir myndir af einstaklingum sem hafa sótt meðferð til okkar

Algengar meðferðir hjá okkur

Þetta eru vinsælustu meðferðirnar okkar

Krónur

Ef tennur eru mikið skemmdar eða brotnar er best að laga það með krónu. Tönnin er þá slípuð niður og krónu, sem lítur alveg eins út og náttúruleg tönn er komið fyrir ofan á slípuðu tönnini.

All-on-4

Nýstárlega All-on-4 tæknin býður upp á frábæra lausn fyrir þá sem hafa misst margar tennur. Þessi aðferð felur í sér að setja allt að fjóra tannplanta í hvern kjálka til að búa til stöðugan tannboga í bæði efri og neðri kjálka. Ofan á hann er svo komið fyrir tanngervi.

Fyllingar

Tannfyllingar eru frábær leið til að endurheimta skemmdar tennur. Þeir bæta útlit brossins þíns og vernda tennurnar fyrir frekari skemmdum og viðkvæmni. Hágæða fyllingarnar okkar eru öruggar og endingargóðar

Tannplantar

Til að endurheimta bros þegar nokkrar tennur vantar, eru tannplantar yfirleitt besta lausnin. Tannplantar eru gerðir úr títaníumskrúfum sem festast örugglega í kjálka og eru notaðir sem staðgenglar fyrir tannrótina. Ofan á tannplanta er svo sett króna.

Tannhreinsun

Regluleg tannhreinsun er nauðsynleg til að viðhalda góðri munnheilsu og koma í veg fyrir tannvandamál.
Tannhreinsun fjarlægir tannstein og bletti af tönnunum þínum og gerir þær skýnandi hreinar

Tanngervi

Tanngervi eða gómar eins og þeir eru stundum kallaðir eru yfirleitt síðasta úrræði sem tannlæknar okkar grípa til. Tanngervi getur verið góð lausn fyrir þá sem hafa misst allar tennur og vilja ekki fá fastar tennur.

Staðsetning

Komdu í skoðun í Ármúla 26