Ábyrgð okkar
Okkar markmið er að tryggja hamingju viðskiptavina okkar. Þess vegna leggjum við gríðarlega áherslu á að nota eingöngu hágæða efni, nýjustu tækni og mikla vandvirkni.
Hins vegar geta óvænt atvik og fylgikvillar stundum komið upp. Eitthvað sem er ófyrirsjáanlegt og óviðráðanlegt.
Þar kemur ábyrgð okkar inn sem ákveðið öryggisnet fyrir viðskiptavini okkar.
Hins vegar geta óvænt atvik og fylgikvillar stundum komið upp. Eitthvað sem er ófyrirsjáanlegt og óviðráðanlegt.
Þar kemur ábyrgð okkar inn sem ákveðið öryggisnet fyrir viðskiptavini okkar.
Við ábyrgjumst krónur í 3 ár frá smíðum.
Við ábyrgjumst All-on-4 góma í 3 ár
Við ábyrgjumst heila og hálfa góma í 3 ár
Við ábyrgjumst allar fyllingar (Inlays/Onlays) í 3 ar
Við ábyrgjumst tannplanta (vöruna sjálfa) til lífstíðar
Ábyrgðar skilmálar
- Viðskiptavinur kemur að minnsta kosti einu sinni á sex mánaða fresti í eftirfylgniskoðun.
- Viðskiptavinur fylgir leiðbeiningum tannlæknis um þrif og umhirðu gervitannana, gætir góðrar munnhirðu
- Viðskiptavinur passar viðeigandi notkun (t.d. passar að nota viðeigandi bitkraft á gervitennur eða tannplanta)
Ábyrgð skerðist eða fellur úr gildi við eftirfarandi skilyrði:
- Viðskiptavinur mætir ekki í nauðsynlegar skoðanir og munnhirðumeðferðir (á sex mánaða fresti)
- Viðskiptavinur vanrækir almenna munn/tannhirðu
- Viðskiptavinur fylgir ekki leiðbeiningum tannlæknis um þrif og umhirðu gervitanna
- Viðskiptavinur passar ekki viðeigandi notkun á gervitönnum eða tannplant
- Ef vefir í munnholi svo sem gómur eða tannbein minnkar eða eyðist að einhverju leiti
- Ef aðrir tannlæknar en tannlæknar Orion sjá um lagfæringar
- Ef sjúkdómur sem hefur skaðleg áhrif á tannástand (sykursýki, ónæmisbrestur, flogaveiki, geislameðferð/krabbameinslyfjameðferð gerir vart við sig)
- Ef skemmd hlýst vegna óhapps svo sem ef gómur eða tannpartur dettur eða viðskiptvinur lendir í slysi.
- Ef tönn með krónu eða brú þarf seinna á rótarmeðferð að halda eða aðrir fylgikvillar koma upp sem ekki kom í ljós við myndatöku og var því ekki fyrirsjáanlegur eða grunaður